Kórstarfið

Samningur undirritaður

Hrunamannahreppur og Karlakór Hreppamanna hafa gert með sér samning til næstu tveggja ára til að formfesta áralangt, munnlegt samkomulag milli aðila um stuðning sveitarfélagsins við kórstarfið, til „að efla menningarstarf í Hrunamannahreppi“ eins og segir í 1. grein...

Auglýsing um aðalfund Karlakórs Hreppamanna 2025

Aðalfundur Karlakórs Hreppamanna 2025 verður haldinn þriðjudaginn 21. október 2025 kl. 21:00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi, skv. 4. grein félagslaga kórsins: 4. grein 4.1. Aðalfund skal halda árlega eigi...

Kóramót í Kópavogi

Nýtt starfsár hefst með látum, kórinn varla búinn að taka upp úr töskunum eftir ferðalagið mikla til USA og Kanada, þegar fyrsta verkefnið er innan seilingar. Um næstu helgi, laugardaginn 4. október, heldur Karlakór Kópavogs söngskemmtun í Lindakirkju og býður til...

Nýtt starfsár að hefjast

Á morgun, 16. september, hefjast æfingar kórsins aftur, eftir óvenju stutt haustfrí, en eins og lesendur síðunnar vita og muna eru söngmenn "rétt nýkomnir" heim úr ævintýraferð vestur um haf, til Bandaríkjanna og Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga, og fjallað hefur...

Af Vesturferðinni miklu

Það var hinn 30. júlí 2025 sem Karlakór Hreppamanna lagði, ásamt Sprettskórnum, upp í mikla reisu. Ferðinni var heitið vestur um haf og meginmarkmiðið þátttaka í hátíðarhöldum í Vesturheimi vegna 150 ára afmælis landnáms Íslendinga í Gimli, Kanada. Íslendingadagurinn...

Tónleikar í Skálholti – Snorri í gull

Í gær, sunnudaginn 27. júli var lokahnykkurinn í undirbúningi karlakóranna í Hreppum og Spretti fyrir „Vesturferðina miklu“, sem hefst nk. miðvikudag, og fjallað hefur verið um hér á síðunni. Kórarnir sungu fyrst í morgunmessu hjá séra Kristjáni í Skálholtskirkju, en...
Karlakvöldið 2019
Karlakvöldið 2019

Hið árlega Karlakvöld Karlakórs Hreppamanna verður haldið í Félagsheimili Hrunamanna föstudagskvöldið 1. nóvember. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við kórfélaga. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu:

read more
Skagafjörður – Dalvík, haust 2018
Skagafjörður – Dalvík, haust 2018

Guðmundur Óli, stjórnandi okkar Karlakórs Hreppamanna tók þá djörfu ákvörðun að fara með okkur í söngferð norður í Skagafjörð og á sínar heimaslóðir á Dalvík dagana 9.-11. nóv. Hann taldi okkur greinilega reiðubúna að „performera“ í Miðgarði í Varmahlíð og þar er ekki...

read more
Tónleikar vorið 2019
Tónleikar vorið 2019

Vortónleikaröð Karlakórs Hreppamanna nú í apríl hefst með tvennum tónleikum í Færeyjum, þann 13. apríl kl. 15:00 í Miðhöllinni á Skúlatröð í Klaksvík (auglýsing pdf.) og þann 14. apríl kl 16:00 í Vesturkirkjunni í Þórshöfn (auglýsing pdf.). Hér heima verða þrennir...

read more
Hagyrðingakvöld og söngur
Hagyrðingakvöld og söngur

Karlakór Hreppamanna þakkar kærlega öllum fyrir ánægjulega samveru á Hagyrðingakvöldinu og söngnum. Það var gaman að sjá hvað margir mættu og skemmtu sér vel.Sérstakar þakkir fá Karlakór Kjalnesinga og hagyrðingarnir Reynir Hjartarson, Jóhannes Sigfússon, Pétur...

read more
Contact

(255) 352-6258

1234 Divi St. #1000, San Francisco, CA 94220

Hours
Closed Mondays
Tuesday through Friday
Open 8am – 12pm
Copyright © 2025 Divi. All Rights Reserved.