Hagyrðingakvöldi, sem halda átti næstkomandi laugardag, 22. mars, í félagsheimilinu á Flúðum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þrátt fyrir þetta er fullur hugur á að láta ekki deigan síga, því þessar samkomur hafa undanfarin ár verið mjög vel sóttar og hinar bestu skemmtanir. Tilkynnt verður með góðum fyrirvara um nýja dagsetningu.

Það er annars að frétta að æfingar ganga vel og „allt að smella“, enda ekki seinna vænna þar sem styttist óðum í fyrstu tónleika, sem haldnir verða 8. apríl í Guðríðarkirkju, sem stendur í Grafarholtinu í Reykjavík.

Þá má geta þess að kórinn fjárfesti nýverið í rafmagnspíanói, glænýju úr kassanum, þannig að von er til þess að ekki verði slegnar feil- eða þagnarnótur á næstunni, eins og hent hefur á gömlu garmana í félagsheimilinu.