Söngárið 2001-2002

 

 

2002Á fimmta starfsvetri kórsins mættu kórfélagar vaskir til leiks. Laganna verðir úr Lögreglukór Reykjavíkur héldu tónleika með Karlakór Hreppamanna laugardaginn 24. nóvember í Aratungu. Kynnir tónleikanna var Valgarður Jónsson skólastjóri á Flúðum sem skaut inn gamanvísum milli söngatriða, en að lokum sungu kórarnir saman tvö lög.[1] Aðventuhátíð Hrunaprestakalls var haldin á Flúðum 8. desember og söng kórinn þar ásamt Yngribarnakór Flúðaskóla, Skólakór Flúðaskóla, Kirkjukór Hrunaprestakalls auk samspils Jóhanns I. Stefánssonar og Miklós Dalmay á trompet og píanó. Edit stjórnaði hátíðinni og börn úr kirkjuskólanum fluttu jólaguðsspjallið eins og þeim einum var lagið.

Æfingabúðir voru m.a. í Aratungu, Laugarvatni og í Þorlákshöfn á þessum vetri. Þegar æft var í Þorlákshöfn 23. mars var komið við hjá eldri borgurum og sungin nokkur létt lög í tilefni þess að teknar voru í notkun þrjár nýjar þjónustuíbúðir.[2]

Vortónleikar á fimm ára afmæli kórsins sumardaginn fyrsta 25. apríl, voru viðameiri en vortónleikar seinustu ára þar sem kórinn söng án gestakórs. Þar tóku einnig nokkrir fyrrverandi kórfélagar eitt lag með kórnum til að rifja upp gamla góða tíma. Vorferð var farinn til Vestmannaeyja og voru haldnir tónleikar um leið í Höllinni. Að loknum tónleikum var kórfélögum ásamt mökum boðið til hátíðarkvöldverður áður en haldið var á dansleik í Höllinni er stóð fram undir morgun.

Á fimmta starfsári kórsins voru söngmenn orðnir 43 talsins. Flestir voru úr Hreppunum en einnig var að finna söngfugla úr Biskupstungum, Laugardal og Flóa. Hjónin Edit og Miklós höfðu starfað öll árin fimm sem stjórnandi og píanóleikari og átti það án efa stóran þátt í velgengni karlakórsins. Brynjar Sigurðsson tók við formennsku kórsins af Gunnlaugi Magnússyni á þessu ári, en Gunnlaugur hafði gengt því embætti frá haustinu 1997.


[1] Sunnlenska Fréttablaðið6. des. 2001, bls. 7.

[2] Dagskráin 27. mars 2002, forsíða.