Stjórnandi

Guðmundur Óli Gunnarsson nam hljómsveitarstjórn í Utrecht og Helsinki. Hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá 1992-2013. Guðmundur Óli var fastur stjórnandi kammersveitarinnar Caput 1987-2007 og starfaði sem hljómsveitarstjóri hjá Íslensku óperunni 2012-2016. Guðmundur Óli hefur verið stjórnandi ýmissa kóra, þeirra á meðal eru Kór MS, Kór MA, Háskólakórinn og Karlakór Dalvíkur. Þá er hann stjórnandi Kammerkórs Norðurlands. Guðmundur Óli er nú skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.

 

 

 


Stjórnendur Karlakórs Hreppamanna frá stofnun:

2017 –            Guðmundur Óli Gunnarsson
1997 – 2017   Edit Molnár (og jafnframt aðalhvatamaður að stofnun KKH)