Kórstjóri
ATLI GUÐLAUGSSON
Atli býr á Tindum á Kjalarnesi, ásamt eiginkonu, sonum og þeirra fjölskyldum. Þar stunda þau hobbýbúskap. Atli er trompetleikari og söngvari og lauk blásarakennarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Atli starfaði sem tónlistarkennari frá 1977 og þar af sem skólastjóri tónlistarskóla í 35 ár í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónskóla Eddu Borg og síðast í Listaskóla Mosfellsbæjar í 17 ár. Atli var stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar í 18 ár og Hljómsveitar félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð í 15 ár. Þá hefur hann stjórnað Karlakór Akureyrar, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakórnum Stefni, Grundartangakórnum og Sprettskórnum (áður Gustskórnum). Atli hefur samið lög og texta og útsett mikið fyrir karlakóra og sönghópa.
Sem tónlistarmaður hefur hann alltaf verið virkur trompetleikari og sungið í og stjórnað eftirfarandi sönghópum: Karlakvintettinum Galgopum í Eyjafirði, Borgarkvartettinum og Tindatríóinu.
Tindatríóið hefur verið starfandi frá 2003 og er skipað Atla og sonum hans, Bjarna og Guðlaugi. Þeir Bjarni og Guðlaugur hófu báðir sinn karlakórsferil 16 ára gamlir og hafa lokið framhaldsprófi í söng frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Þeir eru einsöngvarar með Karlakór Hreppamanna í vetur og hafa oft komið fram sem einsöngvarar með kórum, í fjölmörgum útförum og brúðkaupum í kirkjum landsins og við ýmiss önnur tækifæri, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stjórnendur Karlakórs Hreppamanna frá stofnun:
2021 – | Atli Guðlaugsson |
2017 – 2021 | Guðmundur Óli Gunnarsson |
1997 – 2017 | Edit Molnár (og jafnframt aðalhvatamaður að stofnun KKH) |


Píanóleikari
SIGURÐUR HELGI ODDSON
Sigurður Helgi lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og BMus gráðu í kvikmyndatónlist, djasspíanóleik og hljómsveitarstjórn frá Berklee College of Music í Boston árið 2011.
Hann hefur starfað jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari ásamt því að stjórna kórum, kenna, útsetja og semja tónlist. Hann starfaði um tíma sem píanókennari og meðleikari við Tónlistardeild Listaskóla
Mosfellsbæjar en frá því í febrúar 2018 hefur hann gegnt fullri stöðu sem píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur hann komið að ýmsum óperu- og söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum, nú síðast sem tónlistarstjóri í Ástardrykknum eftir Donizetti í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs í Þjóðleikhúskjallaranum.
Ásamt undirleik fyrir Karlakór Hreppamanna er Sigurður Helgi stjórnandi Karlakórs Kópavogs.

Píanóleikarar Karlakórs Hreppamanna frá stofnun:
2021 – 1997 – 2017 |
Sigurður Helgi Oddsson Miklós Dalmay |