Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn hafa tekið höndum saman þetta söngár. Framundan er tónleika- og skemmtiferð á slóðir Vestur-Íslendinga síðsumars, og verður nánar greint frá því ævintyri öllu síðar. Í ár er einmitt 150 ára afmæli Íslandsbyggðar í Vesturheimi og stendur mikið til af því tilefni hjá Íslendingafélögunum vestanhafs, stórhátíðir bæði í Mountain í Norður-Dakota og Gimli í Kanada. Kórarnir undirbúa sig af kappi fyrir vesturferðina með sameiginlegri lagaskrá, æfingadögum og vortónleikum. Drög að dagskrá fram á haustið lítur svona út:
8. mars: Æfingadagur í Árnesi
22. mars: Hagyrðingakvöld á Flúðum
5. apríl: Æfingadagur í Guðríðarkirkju
8. apríl: Tónleikar í Guðríðarkirkju kl. 20:00
11. apríl: Tónleikar í Hvevragerðiskirkju kl. 20:00
16. apríl: Tónleikar í Félagsheilili Hrunamanna á Flúðum kl. 20:00
21. júlí: Æfingadagur hjá Spretturum
22. júlí: Æfingadagur hjá Hreppamönnum
26. júlí: Æfingadagur og tónleikar í Skálholti
30. júlí- 9. ágúst: Tónleika- og skemmtiferð. Íslendingadagurinn í Mountain og Gimli