Söngárið 2003-2004

Þetta söngár hófst með stóru samstarfsverkefni kröftugra karlakóra. Stórtónleikar voru haldnir í íþróttahúsinu á Selfossi laugardaginn 11. október þar sem fram komu sjö kórar og sungu þrjú lög hver auk þess sem kórarnir sungu saman nokkur lög undir lok tónleikanna. Þessi kórar voru Karlakórinn Jökull, Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakórinn Fóstbræður, Lögreglukórinn, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.

Samk2004ór Selfoss hélt upp á 30 ára afmælið sitt í október. Gestakórar Samkórsins voru Karlakór Hreppamanna og Karlakórinn Þrestir. Bergþór Pálsson óperusöngvari tók einnig þátt í afmælishaldinu með einstökum söng sínum. Karlakór Hreppamanna söng einnig á söngskemmtun í Árnesi í byrjun desember ásamt Jórukórnum.

Efnt var til hátíðartónleika í Langholtskirkju 2. apríl í tilefni þess að opinber samsöngs á Íslandi átti 150 ára afmæli. Á tónleikunum sungu Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Stefnir, Karlakór Keflavíkur, Karlakórinn Fóstbræður ásamt okkar mönnum í Karlakór Hreppamanna. Á þessum tónleikum söng kórinn lögin Fjallið Skjaldbreiður, Árnesþing og Suðurnesjamenn ásamt lögum í samsettum kór allra þátttakenda sem kallaður var Hátíðarkór. Fyrir tónleikanna var sungið í Suðurgötukirkjugarði við leiði Péturs Guðjónssonar. Eftir þann söng marseruðu kórarnir með Lúðrasveit Reykjavíkur að Menntaskólanum í Reykjavík þar sem einnig voru sungin nokkur lög.

Árlegir vortónleikar karlakórsins voru haldnir laugardaginn 24. apríl í Félagsheimilinu á Flúðum og 27. apríl í Langholtskirkju í Reykjavík. Kórinn var með fjölbreitt lagaval og gengu báðir tónleikarnir vel. Ólafur Kjartan Sigurðsson óperusöngvari var gestur tónleikanna og söng hann bæði einsöng með kórnum og einn og sér undir píanóleik Miklós Dalmay. Sá háttur að hafa tvenna tónleika á mismunandi stöðum var nýjung sem tókst vel hjá kórnum. Þessi háttur átti eftir að verða hefðbundinn hjá kórnum til að breikka hóp hlustenda og stuðla þannig að víðari útbreiðslu á söngnum.