Karlakór Hreppamanna

Stofnaður 1. apríl árið 1997

Fréttir af starfinu

Af tónleikum

Af tónleikum

Nú eru fyrstu tvennir tónleikar KKH og Sprettara frá, þetta vorið, og hefur gengið glimrandi vel. Það var smekkflutt hús í Guðríðarkirkju sl. þriðjudag og góð aðsókn í Hveragerðirkirkju í gærkvöld, föstudag 11. apríl. Kórarnir fengu glimrandi móttökur í bæði...

Lokaæfingin

Lokaæfingin

Lokaæfing Karlakórs Hreppamanna og Sprettskórsins fyrir komandi vortónleika gekk eins og í sögu. Kórarnir hittust í dag í fyrsta tónleikasalnum, Guðríðarkirkju, og þar voru pússaðir af síðustu hnökrarnir. Stemmningin meðal kórfélaganna er mögnuð, mikil eftirvænting...

Vortónleikar 2025

Vortónleikar 2025

Nú styttist í vortónleikana okkar, Þeir fyrstu eftir aðeins viku, þann 8. apríl, eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Síðasta æfingin okkar á „heimavelli“ er í kvöld en lokaundirbúningur verður sk. „æfingadagur“ nk. laugardag í Guðríðarkirkju og þá verða báðir...

Á ferð og flugi

Karlakór Hreppamanna er áhugamannakór og eru helstu markmið hans að æfa og halda uppi karlakórssöng og efla framgang hans í landinu. Efla og auðga sönglíf og menningu samfélagsins og stuðla að auknum kynnum og samstarfi við aðra kóra.

arnarhreidridw

Kórinn hefur verið nokkuð mikið á ferð og flugi síðan hann var stofnaður. Ferðir innanlands og út fyrir landsteinana hafa verið áberandi og er það liður í að efla hópinn og samkennd manna innan kórsins.

Búdapest árið 2005

Dagana 13.-17. október 2005 , var farið til Ungverjalands og dvöldum við í góðu yfirlæti í heimalandi okkar ágæta stjórnanda, Edit Molnár.

Ferðin til Búdapest var góð blanda af söng, skemmtun og fræðslu um sögufræga borg.

Ferðasögur

Róm 2013

Karlakór Hreppamanna fagnaði 20 ára afmæli sl. vor með veglegum afmælistónleikum. Þessi tuttugu ár hafa liðið ógnarhratt og sagt er, ef að mönnum finnst svo vera, þá sé skýringin sú að það hafi verið gaman. Toppurinn á þessu afmælisári, fyrir utan vortónleikaröðina, var ferð kórsins til Munchen í Þýskalandi dagana 13. – 17. október, skömmu eftir hina miklu bjórhátíð Oktoberfest.