by admin | jan 24, 2010 | Fréttir á forsíðu
Laugardaginn 20. febrúar mun Karlakór Hreppamanna halda söngskemmtun á Flúðum. Gestir kvöldsins verða karlakór eldri Fóstbræðra og Kvennakórinn Freyjurnar úr Borgarfirði. Nánar auglýst síðar.
by admin | des 11, 2009 | Fréttir á forsíðu
Síðasta æfing fyrir jól verður þriðjudaginn 15. desember. Takið eiginkonurnar með og eigum saman notalega kvöldstund. Létt jólastemmning, jólalög, jólaglögg og piparkökur. Jólakveðja, Stjórnin
by admin | nóv 4, 2009 | Fréttir á forsíðu
Hið árlega Karlakvöld Karlakórs Hreppamanna verður haldið í félagsheimilinu á Flúðum föstudagskvöldið 13. nóvember 2009. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Þátttaka tilkynnist til kórfélaga fyrir þriðjudaginn 10. nóvember. Húsið opnar kl. 20:00....
by admin | okt 28, 2009 | Fréttir á forsíðu
Laugardaginn 31. október verður haldið Karlakóramót í Íþróttahúsi Vallaskóla, Selfossi. Á tónleikunum munu Karlakór Rangæinga, Karlakór Selfoss og Karlakór Hreppamanna flytja verk Sunnlenskra höfunda. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Suðurlands. Hér má...
by admin | sep 15, 2009 | Fréttir á forsíðu
Fyrsta söngæfing karlakórsins verður þriðjudaginn 15. september kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Flúðum. Nú er upplagt fyrir þá sem ekki eru nú þegar í kórnum en tóku lagið í réttunum að kíkja á fyrstu æfinguna.