Söngskemmtun á Flúðum

Laugardaginn 20. febrúar mun Karlakór Hreppamanna halda söngskemmtun á Flúðum. Gestir kvöldsins verða karlakór eldri Fóstbræðra og Kvennakórinn Freyjurnar úr Borgarfirði. Nánar auglýst síðar.

Jólaæfing

Síðasta æfing fyrir jól verður þriðjudaginn 15. desember. Takið eiginkonurnar með og eigum saman notalega kvöldstund. Létt jólastemmning, jólalög, jólaglögg og piparkökur. Jólakveðja, Stjórnin  

Karlakvöld

Hið árlega Karlakvöld Karlakórs Hreppamanna verður haldið í félagsheimilinu á Flúðum föstudagskvöldið 13. nóvember 2009. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Þátttaka tilkynnist til kórfélaga fyrir þriðjudaginn 10. nóvember. Húsið opnar kl. 20:00....

Fyrsta söngæfing vetrarins

Fyrsta söngæfing karlakórsins verður þriðjudaginn 15. september kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Flúðum. Nú er upplagt fyrir þá sem ekki eru nú þegar í kórnum en tóku lagið í réttunum að kíkja á fyrstu æfinguna.