Nú eru fyrstu tvennir tónleikar KKH og Sprettara frá, þetta vorið, og hefur gengið glimrandi vel. Það var smekkflutt hús í Guðríðarkirkju sl. þriðjudag og góð aðsókn í Hveragerðirkirkju í gærkvöld, föstudag 11. apríl. Kórarnir fengu glimrandi móttökur í bæði skiptin.
Þá eru einungis eftir lokatónleikarnir í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum, en þeir verða haldnir miðvikudaginn 16. apríl kl. 20:00, og má búast við að þröngt verði setið að venju á okkar „heimavelli“ og því vissara að mæta tímanlega til að tryggja sætið.
Meðfylgjandi myndir eru af uppstilltum kór í Guðríðarkirkju og nokkrar úr „græna herberginu“ í Hveragerðiskirkju, þar sem menn bíða þess sem verða vill, hver með sínu lagi, við slökun og spjall, jafnvel að fara yfir textana í síðasta skiptið …





