Lokaæfing Karlakórs Hreppamanna og Sprettskórsins fyrir komandi vortónleika gekk eins og í sögu. Kórarnir hittust í dag í fyrsta tónleikasalnum, Guðríðarkirkju, og þar voru pússaðir af síðustu hnökrarnir. Stemmningin meðal kórfélaganna er mögnuð, mikil eftirvænting að synga loksins saman á alvöru tónleikum fyrir áheyrendur, vonandi fullum sal.
Á meðfylgjandi mynd má sjá atvinnumennina, Atla Guðlaugsson, stjórnanda, Bjarna Atlason, einsöngvara, og Sigurð Helga Oddsson, undirleikara. Ekki skal hér og nú sagt til um hvort svipbrigðin lýsi vonbrigðum með frammistöðu kórfélaga eða einlægri og innilegri aðdáun.
Það síðarnefnda er þó mun líklegra, og tónleikagestum látið eftir að gefa lokasvar þar um.
