Nú styttist í vortónleikana okkar, Þeir fyrstu eftir aðeins viku, þann 8. apríl, eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Síðasta æfingin okkar á „heimavelli“ er í kvöld en lokaundirbúningur verður sk. „æfingadagur“ nk. laugardag í Guðríðarkirkju og þá verða báðir kórarnir á staðnum og slípa sig saman.