Vortónleikaröð Karlakórs Hreppamanna nú í apríl hefst með tvennum tónleikum í Færeyjum, þann 13. apríl kl. 15:00 í Miðhöllinni á Skúlatröð í Klaksvík (auglýsing pdf.) og þann 14. apríl kl 16:00 í Vesturkirkjunni í Þórshöfn (auglýsing pdf.).
Hér heima verða þrennir tónleikar, þann 25. apríl í Guðríðarkirkju, þann 27 apríl í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og þann 29. apríl í Selfosskirkju. allir hefjast þeir kl 20:00. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt þar sem horft er til fjalla og alls þess sem gerist á fjöllum, tengt gleði og sorg. Stjórnandi Karlakórs Hreppamana er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Miðaverð 4.000,- kr.
Allir hjartanlega velkomnir.