karlakr1w

Karlakór Hreppamanna lagði land undir fót og hélt á Eyrarbakka laugardaginn 6. febrúar til að læra lög og texta. Edit stjórnaði en Miklos spilaði undir og sólaði stundum.

Enda þótt ekki verði uppljóstrað mikið um prógrammið sem kórinn er að æfa fyrir vorið þá skal þess getið að orðin hross og skál koma oft fyrir í textum.

Að loknum æfingadegi Karlakórsins var haldið að Kumbaravogi og sungið fyrir heimilisfólk en endað svo í humarsúpu á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Þar var mikið sungið en nokkuð sopið.

Þá kvað Gylfi Þorkelsson: 

Svona góður karlakór
kyrjar ekki víða.
En orðspor hans til fjandans fór,
flestir dottnir íða.