Þrettándaball kórsins tókst frábærlega í alla staði. Fullt hús og mikið fjör fram undir morgun. Það virðist því ljóst að full þörf er á dansleik sem þessum á þrettándanum eða velviljinn sé svona mikill í garð Karlakórsins. Nema hvoru tveggja sé. Við karlarnir erum í það minnsta í sjöunda himni og þetta hvetur okkur áfram á menningarsviðinu.
Áfram verður haldið í fjáröflun kórsins til að geta klárað hið metnaðarfulla óperuverkefni í vor. Næst á dagskrá í þeim málum er listaverkabingó sem haldið verður fljótlega. Munum við greina nánar frá  því hér þegar nær dregur en einnig verður það auglýst sérstaklega.