Karlakórinn Þrestir í Hafnafirði fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og gera um leið tilkall til þess að vera talinn sá karlakór á Íslandi sem hefur starfað hvað lengst. Í tilefni þessara tímamóta ætla þeir að halda söngveislu mikla í Elborgarsal Hörpunnar. Hafa þeir fengið til liðs við sig marga af  fremstu söngvurum landsins og nokkra vel valda karlakóra, þar á meðal Karlakór Hreppamanna. Tónleikarnir verða haldnir í Hörpunni þann 19. febrúar en því miður er löngu uppselt á þessa tónleika. Unnendur karlakóratónlistar geta þó glaðst yfir því að  sjónvarpið mun taka herlegheitin upp og í bígerð er að sýna þau á páskunum næstkomandi. Um þrjúhundruð karlar munu syngja þar saman nokkrar perlur karlkóralaga og Garðar Thor, Gissur Páll, Bergþór Pálsson, Egill Ólafsson, Bjöggi svo einhverjir séu taldir munu einnig koma þar  fram og taka lagið. 

Hér má sjá tónleikaauglýsinguna.