Liszt í 200 ár

Þá er kórstarfið hafið að fullum krafti og æft grimmt fyrir fyrirhugaða tónleikaröð kórsins sem verður um mánaðamótin okt. – nóv. (sjá auglýsingu ). Tónleikarnireru auglýstir undir fyrirsögninni „Liszt í 200 ár“ þar sem þeir eru tileinkaðir ungverska tónskáldinu Franz Liszt sem var óumdeilt einn fremsti píanóleikari sinnar kynslóðar og

af mörgum talinn sá fremsti sem fram hefur komið í heiminum.Liszt var einnig afkastamikið tónskáld og áhrifamikill kennari. Má segja að Liszt, sem var einkar glæsilegur á velli hafi verið frægasta poppstjarna sinnar kynslóðar.

lisztcar lightbox-copy

 

Eftirfarandi frásögn af tónleikum hans gæti alveg eins átt við Bítlana eða einhverjar vinsælustu poppstjörnurnar dagsins í dag:
 

Þegar Liszt hóf að leika á slaghörpuna köstuðu hefðarfrúrnar skartgripum sínum og gimsteinum upp á sviðið, í stað blóma. Þær æptu í æðislegri hrifningu og stundum leið jafnvel yfir þær. 
Aðrar æddu að sviðinu, til þess að sjá sem bezt andlit hins mikla snillings.liszt-copy

 

Þær slógust um grænu hanzkana sem hann hafði af ásettu ráði skilið eftir á slaghörpunni. Ein frúin náði í vindilstubbinn, sem Liszt hafði fleygt frá sér bak við leiksviðið. Hún bar hann í barmi sínum til dauðadags. Aðrar konur komust yfir aðra helgigripi, svo sem slitna strengi úr slaghörpunni, sem hann hafði leikið á. Þessir hlutir voru settir í ramma og tilbeðnir“.

 

Skáldið  Heinrich Heine segir frá hljómleikum sem hann hlustaði á, þar sem tvær ungverskar greifafrúr börðust um neftóbaksdósir Liszts, vörpuðu hvor annari niður og flugust á , þangað til þær voru orðnar magnþrota.
 

Til að gefa sem besta mynd af tónlistarsnillingnum Franz Liszt þá munu auk kórsins koma fram Miklós Dalmay píanóleikari, Ágúst Ólafsson baritón og Unglingakór Selfosskirkju. Kynnir á tónleikunum verður Gnúpverjinn Arndís Björk Ásgeirsdóttir, frá Sandlækjarkoti og dagskrárgerðarmaður á RÚV. Hún er einnig sérfræðingur í Liszt og hefur í þáttum sínum á RÚV gert honum góð skil. Á tónleikunum mun hún uppfræða gesti um lífshlaup Liszts á milli atriða.

Sýning í máli og myndum um Franz Liszt verður sett upp á hverjum tónleikastað. Fyrstu tónleikarnir verða á Flúðum á sjálfan afmælisdag skáldsins 22. okt. og í tilefni þess verður boðið þar uppá vöfflukaffi.