Þá er skemmtilegum söngvetri lokið og fjórtándu vortónleikar kórsins að baki. Kórinn tók endasprettinn með stæl og hélt flotta tónleika í Félagsheimilinu en einnig í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Á prógramminu voru hvoru tveggja klassísk karlakórslög og melódísk kórverk eftir meistara Franz Liszt. Lögin eftir Liszt voru sýnishorn úr söngskrá næsta vetrar þar sem kórinn mun strax næsta haust byrja vetrarstarfið með tónleikaröð á Selfossi, í Reykjavík og á Akureyri. Lesa nánar