Framundan eru tónleikar þann 19. febrúar. Þessir febrúartónleikar eru orðnir fastur dagskrárliður í vetrarstarfi kórsins og hafa þá jafnan einn eða fleiri kórar sungið með okkur. Að þessu sinni munu heiðra okkur með þátttöku sinni Vörðukórinn og Söngsveit Hveragerðis. Þannig að það er von á fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Þegar nær dregur mun þetta verða auglýst nánar.