Jólatónleikarnir „Hátíð í bæ“ fara fram í Iðu, íþróttahúsi FSu á Selfossi, miðvikudagskvöldið 8. desember og hefjast kl. 20:00. Karlakór Suðurlands (Karlakór Hreppamanna, Karlakór Rangæinga og Karlakór Selfoss) ásamt fjölda góðra tónlistarmanna munu koma fram á tónleikunum. Hér má sjá nánari upplýsingar.