Laugardaginn 16. október verður haldið söngmót sunnlenskra karlakóra á Flúðum.
Í ár er Kötlumótið í umsjá Karlakórs Hreppamanna en Katla er Samband sunnlenskra karlakóra.
Á mótinu koma saman 15 íslenskir karlakórar, víðsvegar af landinu ásamt einum kór frá Finnlandi.

Setningarathöfnin hefst kl. 13:30 í Límtréshöllinni en síðan verður hver kór með sína tónleika.

Söngur karlakóranna fer fram í Félagsheimilinu og í Límtréshöllinni og hefjast tónleikarnir kl. 14:30.
Strætó mun ganga á 15 mínútna fresti milli Límtréshallarinnar og Félagsheimilisins svo að gestir hafi tök á að hlusta á þá kóra sem þeir óska.

Í Límtréshöllinni syngja eftirtaldir kórar:
Kl. 14:30 Karlakór Selfoss
Kl. 14:50 Karlakór Keflavíkur
Kl. 15:10 Karlakórinn Jökull
Kl. 15:30 Karlakór Kópavogs
Kl. 15:50 Karlakórinn Þrestir
Kl. 16:10 Karlakór Rangæinga
Kl. 16:30 Karlakór Kjalnesinga
Kl. 16:50 Karlakór Reykjavíkur
Kl. 17:30 Karlakórinn Manifestum

Í Félagsheimili Hrunamanna syngja eftirtaldir kórar:
Kl. 14:30 Karlakór Hreppamanna
Kl. 14:50 Drengjakór Hafnarfjarðar
Kl. 15:10 Karlakór Akureyrar – Geysir
Kl. 15:30 Karlakórinn Stefnir
Kl. 15:50 Raddbandafélag Reykjavíkur
Kl. 16:10 Karlakórinn Söngbræður
Kl. 16:30 Karlakórinn Fóstbræður

Í lokin, eftir söng Manifestum, verður samsöngur allra kóranna (Kötlukórinn) í Límtréshöllinni og leikur Stórsveit Suðurlands undir.

Aðgangseyrir kr. 2.500,- og frítt fyrir 14 ára og yngri. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn í Félagsheimilinu og í Límtréshöllinni og gildir miðinn á alla tónleikana.

Þetta verður mikil tónlistarveisla sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Allir hjartanlega velkomnir.

 

plakat1-copy

 

Auglýsing.