auglysing.jpg 

25. nóvember kl. 20:30 í Selfosskirkju
28. nóvember kl. 20:00 í Víðistaðakirkju
 

Á þessu ári fagnar Karlakór Hreppamanna sínu tíunda starfsári. Á sama tíma eru liðin 100 ár frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar tónskálds og kórstjóra frá Birtingaholti. Það þótti því við hæfi að tíunda starfsár kórsins yrði helgað minningu Sigurðar með því að leggja megináherslu á að flytja lög eftir hann eða útsetningar hans á lögum annarra.

Nafn karlakórsins á sér tilvísan í nafn sem kallast á við forna frægð Hreppakórsins, karlakórs sem Sigurður stofnaði á þriðja áratug síðustu aldar.

Nú er kominn út hljómdiskur með lögum Sigurðar sem kórinn söng  inn á sl. vor ásamt því að koma fram á aldarminningarhátíð sem haldin var á Flúðum helgina 17. og 18. mars.

Í tilefni af útkomu hljómdisksins, heldur Karlakór Hreppamanna tónleika í  Selfosskirkju sunnudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.30 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudagskvöld 28. nóvember kl. 20.00. Á dagskrá eru sönglög eftir Sigurð Ágústsson, lög sem Sigurður raddsetti og lög við ljóð eftir hann ásamt lögum eftir fleiri höfunda.

Stjórnandi: Edit Molnár 
Píanóleikari: Miklós Dalmay 
Einsöngur: Björgvin Magnússon
Einsöngur: Hermundur Guðsteinsson