Nú á þessu vori fagnar Karlakór Hreppamanna sínu tíunda starfsári. Jafnframt vill svo til að einmitt nú eru liðin eitthundrað ár frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar tónskálds og kórstjóra frá Birtingaholti. Sem dæmi um tengsl við tónistarmenningu fyrri ára var kórnum á sínum tíma valið nafn er kallast á við forna frægð Hreppakórsins, karlakórs sem Sigurður Ágústson stofnaði á þriðja áratug síðustu aldar og starfaði í aldarfjórðung. Eiríkur Jóhannsson |