Aldarminning

1907-2007

Sigurðar Ágústssonar Birtingaholti

Þann 13. mars n.k. eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar tónskálds í Birtingaholti. Af því tilefni verða tveggja daga hátíðarhöld í Hrunamannahreppi dagana 17.- 18.mars .

Laugardaginn 17.mars kl:20:00 verða tónleikar í íþróttahúsinu á Flúðum.

Flytjendur á tónleikunum eru, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Hreppamanna, Kirkjukór Hrunaprestakalls og Vörðukórinn.

Einsöngvari kvöldsins er Óskar Pétursson.

Miklós Dalmay píanóleikari frumflytur tilbrigði sitt við stef Sigurðar, Ferskeytlu.

Dagskrá sunnudagsins hefst með messu í Hrepphólakirkju kl.13:30.

Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson. Kirkjukór Hrunaprestakalls syngur sálmalög eftir Sigurð.

Að athöfn lokinni hefst dagskrá í Félagsheimili Hrunamanna kl:15:00.

Þar koma fram, Kór Flúðaskóla, Kór eldri Hrunamanna, Kirkjukór Hrunaprestakalls og Karlakór Hreppamanna. Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja lög Sigurðar.

Sýndar verða myndir úr lífi og tónlistarstarfi Sigurðar og með því rifjaðar upp gamlar minningar.

Samtals verða flutt þessa daga um 50 verk, allt  frá yndislegum sálmalögum til magnþrunginna tónverka og sýnir það hve afkastamikilð skáld og tónlistamaður Sigurður Ágústsson var.

Tónlistarstjóri hátiðarinnar er Edit Molnár.

Undirbúningsnefnd