Karlakór Hreppamanna
Félagslög
1. grein
1.1.Félagið heitir Karlakór Hreppamanna, kt. 620905-1510.
1.2.Heimilisfang og varnarþing er í Félagsheimili Hrunamanna að Flúðum,845 Flúðum.
1.3.Eingöngu er um áhugamannafélag að ræða, sem ekki mun stunda neina fjárhagslega starfsemi umfram það sem eðlilegt og nauðsynlegt er starfsemi kórsins.
1.4.Markmið félagsins er:
a. Að æfa og halda uppi karlakórssöng og efla framgang hans í landinu.
b. Efla og auðga sönglíf og menningu samfélagsins.
c. Stuðla að auknum kynnum og samstarfi við aðra kóra.
1.5.Markmiði þessu skal félagið m.a. ná með því að halda árlega samsöngva og efna til söngferða innan- sem utanlands
2. grein
2.1Félagsmenn í Karlakór Hreppamanna, eru allir starfandi söngmenn kórsins á hverjum tíma.
2.2. Styrktarfélagar kórsins eru þeir sem greiða árlegt gjald til félagsins til styrktar starfsemi kórsins. Upphæð árgjaldsins skal ákvarðað af stjórn.Stjórn skal jafnframt setja reglur um skyldur og réttindi styrktarfélaga.
3. grein
3.1.Stjórn kórsins skipa 5 karlar, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi og fjórir varamenn.
3.2.Kjósa skal stjórn árlega á aðalfundi kórsins og skulu kosningar vera skriflegar. Sé ekki stungið upp á fleirum en kjósa skal eru þeir sjálfkjörnir.Formann skal kjósa fyrst og sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir, einn aðalmaður og einn til vara, af hverri rödd og staðfestir með kosningu á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum.
3.3. Hver stjórnarmeðlimur skal ekki sitja samfellt lengur en 6 ár í stjórn.
3.4.Stjórn sér um að tilnefna raddformenn og skipa nefndir kórsins eftir þörfum. Raddformenn eru tengiliðir viðkomandi raddar við kórstjóra og stjórn. Raddformenn hafa umsjón með tilnefninguaðal- og varamanns viðkomandi raddar til stjórnarkjörs.
3.5.Firmaritun félagsins er í höndum formanns og gjaldkera sameiginlega, en gjaldkeri sér um daglegan fjárhagslegan rekstur sem prókúruhafi. Formaður boðar til stjórnarfunda og félagsfunda og stjórnar þeim. Ritari heldur gjörðabók stjórnar. Varaformaður gegnir formannsstörfum í fjarveru formanns. Stjórn er heimilt að skipa sérstaka verkefnisstjórnir til að fara með umsjón og fjárreiður einstakra verkefna og ber þá verkefnisstjórnin ábyrgð á verkefninu gagnvart stjórn.
3.6. Stjórn félagsins er ákvörðunarhæf þegar meirihluti stjórnarmanna , eða varamanna þeirra er mættur á boðaðan stjórnarfund, þeirra á meðal formaður eða varaformaður.
3.7. Allar stærri ákvarðanir er varða starf félagsins skal ber undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.
4. grein
4.1.Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Til aðalfundar skal boða með 7 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.
4.2. Á aðalfundi og öðrum fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum sbr. gr. 7.
4.3.Á aðalfundi skulu a.m.k. eftirtalin mál tekin fyrir:
a)Lögð fram skrifleg skýrsla formanns um störf kórsins frá síðasta aðalfundi.
b)Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins/kórsins fyrir síðastliðið rekstrarár.
c)Ákvörðun æfingagjalda.
d)Kosning formanns.
e)Staðfesting á tilnefningum raddanna á fjórum aðal- og fjórum varastjórnarmönnum.
f)Kosning 2 félagslegra skoðunarmanna
g)Önnur mál.
5. grein
5.1.Stjórn félagsins skal innheimta félagsgjald/æfingagjald af söngmönnum kórsins. Æfingagjöld skulu ákveðin á aðalfundi fyrir eitt ár í senn.
5.2. Reikningsár félagsins er 1. september til 31. ágúst.
5.3.Allur ágóði af rekstri félagsins, samsöng ofl. skal geymdur í félagssjóði, sem ávallt skulu geymdir og ávaxtaðir á öruggan hátt.
5.4.Til annarra útgjalda úr félagssjóðum en venjulegra rekstrargjalda þarf samþykki félagsfundar, nema reglugerðir um einstaka sjóði kveði á um annað.
6. grein
6.1. Stjórn sér um að ráða kórstjóra og gera við hann starfssamning.
6.2. Kórstjóri sér um alla faglega þjálfun kórsins en ræður með/undirleikara og aukaþjálfara í samráði við stjórn.
6.3. Kórstjóri sér um að raddprófa þá sem vilja ganga í kórinn. Innganga í kórinn er á ábyrgð kórstjóra og stjórnar.
7. grein
7.1. Ef rétt þykir að slíta kórnum skal boða til fundar um það mál á sama hátt og til aðalfundar. Verður kórnum því aðeins slitið, að 2/3 fundarmanna samþykki það og skal að minnsta kosti helmingur kórfélaga vera mættur á fundinn. Ef kórslit eru löglega samþykkt ráðstafar sá fundur sjóði kórsins og öðrum eignum til Tónlistarskóla Árnesinga.
8. grein
8.1.Aðeins er hægt að breyta lögum þessum á aðalfundi og ber stjórn að senda kórfélögum fram komnar breytingatillögur með aðalfundarboði.
8.2.Þessi lög öðlast þegar gildi.
Þannig samþykkt á fundi kórsins 18. nóvember 2008 og falla þá úr gildi lög frá 16. apríl 2005, en stofndagur kórsins var 1. apríl 1997.
Undirritun stjórnar Karlakórs Hreppamanna til staðfestingar lögum þessum fyrir hönd stofnfélaga.