Undirleikari

SIGURÐUR HELGI ODDSON

Sigurður Helgi lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á
Akureyri árið 2004 og BMus gráðu í kvikmyndatónlist, djasspíanóleik og
hljómsveitarstjórn frá Berklee College of Music í Boston árið 2011.
Hann hefur starfað jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari
ásamt því að stjórna kórum, kenna, útsetja og semja tónlist. Hann starfaði
um tíma sem píanókennari og meðleikari við Tónlistardeild Listaskóla
Mosfellsbæjar en frá því í febrúar 2018 hefur hann gegnt fullri stöðu sem
píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur
hann komið að ýmsum óperu- og söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og
atvinnuleikfélögum, nú síðast sem tónlistarstjóri í Ástardrykknum eftir
Donizetti í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs í Þjóðleikhúskjallaranum.

Ásamt undirleik fyrir Karlakór Hreppamanna er Sigurður Helgi stjórnandi Karlakórs Kópavogs.