Karlakór Hreppmanna sendir velunnurum, sveitungum og landsmönnum öllum bestu kveðjur með óskum um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Árið hefur verið kórnum viðburðaríkt, gjöfult og skemmtilegt. Kórinn er vaxandi á ný, félögum fjölgar smátt og smátt aftur, aðsókn hefur verið góð á tónleika og aðra viðburði og samstarf við Sprettskórinn, sem náði hátindi í söng og skemmtiferð á Íslendingaslóðir í Bandaríkjunum og Kanada og þátttöku í hátíðarhöldum vegna 150 ára afmælis landnáms Íslendinga þar vestra, farsælt. Þakkir færir kórinn Spretturum fyrir samstarfið og vináttu. Einnig ber að þakka sérstaklega því fólki þar vestra sem bar hitann og þungann af skipulagningu heimsóknarinnar og ómælda gestristi auðsýnda alls staðar þar sem drepið var niður fæti. Þetta var sannarlega ógleymanlegt í alla staði.

Kórinn horfir með hækkandi sól björtum augum til næsta árs, sem segja má að verði atrenna að þrítugsafmælisárinu 2027, sem þegar er farið að huga að, og hlakkar til að taka á móti gestum á tónleikum og viðburðum sem framunda eru.