Hrunamannahreppur og Karlakór Hreppamanna hafa gert með sér samning til næstu tveggja ára til að formfesta áralangt, munnlegt samkomulag milli aðila um stuðning sveitarfélagsins við kórstarfið, til „að efla menningarstarf í Hrunamannahreppi“ eins og segir í 1. grein samningsins.
Meginefni samningsins er að hreppurinn leggi til gjaldfrjáls afnot af félagsheimilinu til æfinga og tónleikahalds og styrki útgáfu söngskrár en kórinn komi á móti fram á viðburðum sem sveitarfélagið stendur fyrir, og haldi tónleika heimafyrir.

Sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Aldís Hafsteinsdóttir, mætti á stjórnarfund hjá KKH í gær, 14.10.2025, og undirritaði samninginn ásamt Lofti S. Magnússyni, formanni kórsins.
