Aðalfundur Karlakórs Hreppamanna 2025 verður haldinn þriðjudaginn 21. október 2025 kl. 21:00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

 Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi, skv. 4. grein félagslaga kórsins:

4. grein

4.1. Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Til aðalfundar skal boða með 7 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.

4.2. Á aðalfundi og öðrum fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum sbr. gr. 7.

4.3. Á aðalfundi skulu a.m.k. eftirtalin mál tekin fyrir:

a) Lögð fram skrifleg skýrsla formanns um störf kórsins frá síðasta aðalfundi.

b) Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins/kórsins fyrir síðastliðið rekstrarár.

c) Ákvörðun æfingagjalda.

d) Kosning formanns.

e) Staðfesting á tilnefningum raddanna á fjórum aðal- og fjórum varastjórnarmönnum.

f) Kosning 2 félagslegra skoðunarmanna

g) Önnur mál.

Í 8. grein laganna er fjallað um lagabreytingar og þar segir:

8. grein

8.1.Aðeins er hægt að breyta lögum þessum á aðalfundi og ber stjórn að senda kórfélögum fram komnar breytingatillögur með aðalfundarboði.

Í samræmi við þetta auglýsir stjórn með fundarboði þessu tillögur að breytingum á lögum Karlakórs Hreppamanna. Lög kórsins í heild má nálgast hér á síðunni. Breytingatillögurnar fylgja með hér fyrir neðan. Lagt er til að yfirstrikaður texti falli út en undirstrikaður texti bætist við.

Breytingatillögur á 3. grein:

3.2. Kjósa skal stjórn árlega á aðalfundi kórsins. Ef ósk um það kemur fram á aðalfundi og skulu kosningar vera skriflegar.

3.3. Hver stjórnarmeðlimur skal að jafnaði ekki sitja samfellt lengur en 6 ár í stjórn.

Breytingatillögur á 4. grein:

4.3.

b) Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins/kórsins fyrir síðastliðið rekstrarár.

c) Lagabreytingar.

c) d) Ákvörðun æfingagjalda.

d) e) Kosning formanns.

e) f) Staðfesting á tilnefningum raddanna á fjórum aðal- og fjórum varastjórnarmönnum.

f) g) Kosning 2 félagslegra skoðunarmanna

g) h) Önnur mál.

Breytingatillögur á 5. grein:

5.3. Allur ágóði af rekstri félagsins, samsöng ofl., skal geymdur í félagssjóði, sem ávallt skulu skal geymdir geymdur og ávaxtaðir ávaxtaður á öruggan hátt.

Breytingatillögur á niðurlagi:

Þannig samþykkt á aðalfundi kórsins 18. nóvember 2008 21. október 2025 og falla þá úr gildi lög frá 16. apríl 2005 18. nóvember 2008, en stofndagur kórsins var 1. apríl 1997.

13. október 2025,

stjórn KKH

Uppfært 14. október 2025, þar sem við bætist tillaga að breytingum á 4. grein, þannig að inn komi nýr c) liður, Lagabreytingar, og þeir liðir sem á eftir koma færist niður í samræmi við það, og síðasti liður, „Önnur mál“ verði því h) – liður en ekki g).