Nýtt starfsár hefst með látum, kórinn varla búinn að taka upp úr töskunum eftir ferðalagið mikla til USA og Kanada, þegar fyrsta verkefnið er innan seilingar. Um næstu helgi, laugardaginn 4. október, heldur Karlakór Kópavogs söngskemmtun í Lindakirkju og býður til þátttöku þremur öðrum kórum, jafnvel fjórum, eftir því hvernig talið er.
Gestakórarnir eru Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór Akureyrar/Geysir, og sameinaður kór Hreppamanna og Sprettara.
Tónleikarnir hefjast kl, 17.00 og aðgangseyrir er kr. 4.000,-.
Að loknum tónleikum bjóða Kópavogsmenn allri hersingunni í gestakórunum til veislu. Þetta verður eitthvað!!!