Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn verða með æfingadag og tónleika í Skálholtsdómkirkju næstkomandi sunnudag, 27. júlí.

Þetta verður langur dagur, fyrst sungið við messu kl. 11:00 en eftir hádegið verður lokaæfingin og endað á tónleikum sem hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir, kr. 3000, og/eða frjáls framlög, renna óskipt í flygilssjóð Skálholtskirkju.

Þetta er lokaundirbúningur kóranna fyrir heimsókn á Íslendingaslóðir í Bandaríkjkunum og Kanda, og þátttöku í hátíðarhöldum vegna 150 ára afmælis landnáms Íslendinga í Gimli.

Á efnisskránni eru karlakórsperlur úr ýmsum áttum, ættjarðar- og þjóðsöngvar, í samræmi við tilefnið vestanhafs.

Öll hjartanlega velkomin

Mðvikudaginn 30. júlí verður svo lagt í’ann, flogið til Minneapolis, ekið þaðan til Íslendingabyggðarinnar í Mountain í Norður-Dakota og sungið við hátíðarhöld þar. Frá Mountain liggur leiðin norður yfir landamærin, til WInnipeg í Kanada, þar sem hópurinn mun halda til, og ferðast þaðan til Gimli og ýmissa fleiri Íslendingabyggða.

Að lokum flýgur hópurinn til Toronto, þaðan sem leið liggur heim og lent í Keflavík snemma morguns 9. ágúst.