Nú hefur ferðasögunni til Rómar verið gerð góð skil bæði í máli og í myndum hér á heimasíðu kórsins. Einnig hafa verið sett þrjú myndbönd inn á Youtube sem tekin voru á tónleikunum sem kórinn hélt í S. Paolo Entro le Mura kirkjunni í Róm á Ítalíu.
Í valglugganum „Fróðleikur“ hér vinstra megin á síðunni, nánar tiltekið undir tenglinum „Ferðalög kórsins“ er hægt að lesa ferðasöguna sem Þorleifur Jóhannesson skráði. Undir tenglinum „Myndir“ má finna myndaalbúmið Róm 2013 sem inniheldur 144 myndir sem Áslaug Bjarnadóttir tók saman og ef hver mynd er skoðuð fyrir sig má lesa smá texta sem fylgir sumum af myndunum, annars tala flestar myndirnar sínu máli. Að lokum má svo finna myndböndin inn á Youtube undir tenglinum „Myndbönd„.
Með ósk um, að þeir sem um þessa heimasíðu fara, njóti ferðalagsins með okkur til Ítalíu sem tókst í alla staði frábærlega 🙂