Framundan er mikil gleðihátíð hjá kórnum. Komið er að hinni árlegu karlakvöldshátið kórsins sem án efa er með skemmtilegri viðburðum á Suðurlandi og gott ef ekki landinu öllu.
Kraftmikill söngur, gamanmál og jafnvel heilu leikþættirnir eru frumsamdir og fluttir þetta kvöld svo ekki sé minnst á matinn sem er ekki beinlínis úr smiðju Laufeyjar Steingrímsdóttur hjá Matvælaráði en mjög saðsamur og bragðgóður.
Kórmeðlimir bjóða með sér karlkyns vinum og ættingjum á þetta kvöld en ef einhver er ekki með tengsl inn í kórinn en hefur mikinn áhuga á að koma er um að gera að hafa samband við Aðalstein í síma 898 1591 og þar sem Aðalsteinn hefur afar gott hjartalag er aldrei að vita nema hann útvegi viðkomandi miða.
Auglýsing sem pdf.