Karlakór Hreppamanna
Stofnaður 1. apríl árið 1997
Fréttir af starfinu
Fréttir af aðalfundi
Í gærkvöld, 21. október 2025, var haldinn aðalfundur kórsins, við ágæta mætingu kórfélaga. Létt var yfir mönnum og fundurinn fór vel fram, undir traustri stjórn Alla á Hrafnkelsstöðum. Helstu tíðindi eru þau að Loftur S. Magnússon var endurkjörinn formaður með...
Samningur undirritaður
Hrunamannahreppur og Karlakór Hreppamanna hafa gert með sér samning til næstu tveggja ára til að formfesta áralangt, munnlegt samkomulag milli aðila um stuðning sveitarfélagsins við kórstarfið, til „að efla menningarstarf í Hrunamannahreppi“ eins og segir í 1....
Auglýsing um aðalfund Karlakórs Hreppamanna 2025
Aðalfundur Karlakórs Hreppamanna 2025 verður haldinn þriðjudaginn 21. október 2025 kl. 21:00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi, skv. 4. grein félagslaga kórsins: 4. grein 4.1. Aðalfund skal halda árlega eigi...
Á ferð og flugi
Karlakór Hreppamanna er áhugamannakór og eru helstu markmið hans að æfa og halda uppi karlakórssöng og efla framgang hans í landinu. Efla og auðga sönglíf og menningu samfélagsins og stuðla að auknum kynnum og samstarfi við aðra kóra.
Kórinn hefur verið nokkuð mikið á ferð og flugi síðan hann var stofnaður. Ferðir innanlands og út fyrir landsteinana hafa verið áberandi og er það liður í að efla hópinn og samkennd manna innan kórsins.

Búdapest árið 2005
Dagana 13.-17. október 2005 , var farið til Ungverjalands og dvöldum við í góðu yfirlæti í heimalandi okkar ágæta stjórnanda, Edit Molnár.
Ferðin til Búdapest var góð blanda af söng, skemmtun og fræðslu um sögufræga borg.
Ferðasögur

Róm 2013
Karlakór Hreppamanna fagnaði 20 ára afmæli sl. vor með veglegum afmælistónleikum. Þessi tuttugu ár hafa liðið ógnarhratt og sagt er, ef að mönnum finnst svo vera, þá sé skýringin sú að það hafi verið gaman. Toppurinn á þessu afmælisári, fyrir utan vortónleikaröðina, var ferð kórsins til Munchen í Þýskalandi dagana 13. – 17. október, skömmu eftir hina miklu bjórhátíð Oktoberfest.