Karlakór Hreppamanna
Stofnaður 1. apríl árið 1997

Fréttir af starfinu
Kóramót í Kópavogi
Nýtt starfsár hefst með látum, kórinn varla búinn að taka upp úr töskunum eftir ferðalagið mikla til USA og Kanada, þegar fyrsta verkefnið er innan seilingar. Um næstu helgi, laugardaginn 4. október, heldur Karlakór Kópavogs söngskemmtun í Lindakirkju og býður til...
Nýtt starfsár að hefjast
Á morgun, 16. september, hefjast æfingar kórsins aftur, eftir óvenju stutt haustfrí, en eins og lesendur síðunnar vita og muna eru söngmenn "rétt nýkomnir" heim úr ævintýraferð vestur um haf, til Bandaríkjanna og Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga, og fjallað hefur...
Af Vesturferðinni miklu
Það var hinn 30. júlí 2025 sem Karlakór Hreppamanna lagði, ásamt Sprettskórnum, upp í mikla reisu. Ferðinni var heitið vestur um haf og meginmarkmiðið þátttaka í hátíðarhöldum í Vesturheimi vegna 150 ára afmælis landnáms Íslendinga í Gimli, Kanada....
Á ferð og flugi
Karlakór Hreppamanna er áhugamannakór og eru helstu markmið hans að æfa og halda uppi karlakórssöng og efla framgang hans í landinu. Efla og auðga sönglíf og menningu samfélagsins og stuðla að auknum kynnum og samstarfi við aðra kóra.


Kórinn hefur verið nokkuð mikið á ferð og flugi síðan hann var stofnaður. Ferðir innanlands og út fyrir landsteinana hafa verið áberandi og er það liður í að efla hópinn og samkennd manna innan kórsins.

Búdapest árið 2005
Dagana 13.-17. október 2005 , var farið til Ungverjalands og dvöldum við í góðu yfirlæti í heimalandi okkar ágæta stjórnanda, Edit Molnár.
Ferðin til Búdapest var góð blanda af söng, skemmtun og fræðslu um sögufræga borg.
Ferðasögur

Róm 2013
Karlakór Hreppamanna fagnaði 20 ára afmæli sl. vor með veglegum afmælistónleikum. Þessi tuttugu ár hafa liðið ógnarhratt og sagt er, ef að mönnum finnst svo vera, þá sé skýringin sú að það hafi verið gaman. Toppurinn á þessu afmælisári, fyrir utan vortónleikaröðina, var ferð kórsins til Munchen í Þýskalandi dagana 13. – 17. október, skömmu eftir hina miklu bjórhátíð Oktoberfest.